What is a JSON feed? Learn more

JSON Feed Viewer

Browse through the showcased feeds, or enter a feed URL below.

Now supporting RSS and Atom feeds thanks to Andrew Chilton's feed2json.org service

Ákærðir fyrir peningaþvætti og skattalagabrot

Permalink - Posted on 2020-08-11 18:06

Tveir karlmenn á fimmtugs- og sextugsaldri hafa verið ákærðir af embætti héraðssak­sókn­ara fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti í rekstri einkahlutafélags sem nú er gjaldþrota.


Gerðu allt sem þau gátu til að fá tækin sem fyrst

Permalink - Posted on 2020-08-11 17:05

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kannast ekki við það sem Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, skrifaði um seinagang heilbrigðiskerfisins í grein sinni. „Það var bið eftir þessum tækjum út um allan heim og það stóð ekki á spítalanum eða yfirvöldum að kaupa tækin. Það var biðröð eftir þeim,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir spurður um ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar.


25 stiga hiti á Egilsstöðum

Permalink - Posted on 2020-08-11 16:32

Egilsstaðir. 25 stiga hiti mældist á Egilsstaðaflugvelli nú síðdegis. Um er að ræða mesta hita sem mælst hefur á landinu í sumar.


„Ýmislegt jákvætt í spilunum“

Permalink - Posted on 2020-08-11 15:31

Víðir ásamt Ölmu Möller landlækni á stöðufundi fyrir upplýsingafundinn í dag. „Það er margt sem bendir til þess að við séum að ná ákveðinni stjórn á þessari bylgju faraldursins,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á blaðamannafundi almannavarna í dag.


Áhöfnin á TF-SIF greip stórtæka smyglara

Permalink - Posted on 2020-08-11 14:57

Á myndbandinu má sjá þegar spænska lögreglan stöðvar bátinn og handtekur skipverja. TF-SIF hafði þá veitt bátnum eftirför í rúma tvo tíma. Spænska lögreglan, Guardia Civil, í samvinnu við Landhelgisgæslu Íslands handtók á dögunum fjóra menn og gerði 936 kíló af hassi upptæk við Gíbraltarsund. Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, hafði verið við landamæraeftirlir á vestanverðu Miðjarðarhafi þegar hún kom auga á hraðbát með torkennilegan varning um borð, að því er segir í tilkynningu frá Gæslunni.


Viðbúnaður vegna reyks í kjallara

Permalink - Posted on 2020-08-11 14:47

Slökkviliðið og lögreglan fór á vettvang. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út kl. 14:26 vegna reyks sem lagði frá kjallara íbúðarhúss við Bríetartún í Reykjavík. Búið er að rýma húsið og voru reykkafarar sendir á vettvang.


Enginn fótur fyrir sögusögnum um vændi

Permalink - Posted on 2020-08-11 14:45

Frá fundi almannavarna í dag. Spurður hvort eitthvað væri hæft í sögusögnum, um að einhver smit sem nú séu virk megi rekja til vændissölu að utan, svaraði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn neitandi.


Áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. september

Permalink - Posted on 2020-08-11 14:43

Þrjú létust í eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg. Karlmaður á sjötugsaldri sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna brunans á Bræðraborgarstíg í júlí, þar sem þrír létust, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til fjögurra vikna eða til 8. september næstkomandi.


Áhættusvæðum ekki breytt að sinni

Permalink - Posted on 2020-08-11 14:34

Þórólfur, Víðir og Alma á stöðufundi fyrir upplýsingafundinn. Ekki hefur verið ákveðið á þessum tímapunkti að breyta þeim áhættusvæðum erlendis sem mörkuð hafa verið til að takmarka útbreiðslu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi.


Talað verði við ungt fólk, ekki um það

Permalink - Posted on 2020-08-11 14:29

Una Hildardóttir. Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga, segir sambandið telja það ómögulegt að sigrast á faraldri kórónuveirunnar án þess að ungt fólk sé haft með í ráðum.


Erninum „skilað“ eftir 379 km ferðalag

Permalink - Posted on 2020-08-11 14:21

Örninn, listaverk eftir Grétar Reynisson. Tréskúlptúrnum Erninum, sem lögreglan á Austurlandi lýsti eftir í síðustu viku, var „skilað“ um þremur dögum seinna.


Ekki ástæða til harðari aðgerða

Permalink - Posted on 2020-08-11 14:11

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki telja ástæðu til harðari aðgerða á þessari stundu. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna sem hófst klukkan 14.


Vísa ásökunum alfarið á bug

Permalink - Posted on 2020-08-11 13:59

Helgi Seljan vísar ásökunum Samherja á bug. Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona, lýsir því yfir í sameiginlegri tilkynningu hennar og Helga Seljan, fjölmiðlamanns, að ekkert sé hæft í ásökunum sem Samherji birti í morgun á hendur Helga og RÚV. Samherji sé með framferði sínu að reyna að bægja athygli frá því að forstjóri Samherja sé með stöðu grunaðs í sakamáli tengdu starsemi Samherja í Namibíu.


Blaðamannafundur almannavarna

Permalink - Posted on 2020-08-11 13:55

Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til blaðamannafundar klukkan 14, en fundurinn er haldinn í Katrínartúni 2.


Heilbrigðiskerfið gerði ekkert til að efla getuna

Permalink - Posted on 2020-08-11 13:19

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið hafi haft frumkvæði að því að taka þátt í skimunum þar sem heilbrigðiskerfið hafi ekki búið yfir getunni til þess. Það smit sem barst hingað til lands og leiddi til stórrar hópsýkingar kom ekki frá „öruggu löndunum” svokölluðu. Það smit er með mynstur stökkbreytinga sem er mjög sjaldgæft og getur ekki hafa komið frá einstaklingi sem hingað kom frá landi sem er undanþegið skimunum.


Kæra á hendur Helga og RÚV „skoðuð“

Permalink - Posted on 2020-08-11 12:48

Þorsteinn Már Baldvinsson, annars forstjóra Samherja. Forstjóri Samherja segir að ástæður þess að Samherji birti þátt þar sem ásökunum á hendur Helga Seljan og RÚV eru gerð skil séu tvíþættar. Annars vegar sé þetta svar Samherja við áralangri herferð RÚV gegn fyrirtækinu og forsvarsmönnum þess.


Ríkisútvarpið hafnar ásökunum

Permalink - Posted on 2020-08-11 12:37

Það er líklega einsdæmi að stórfyrirtæki leggi í persónulega herferð gegn blaðamanni með áratugareynslu, skrifa Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV. Í yfirlýsingu hafna Stefán og Rakel þeim ásökunum sem bornar eru á fréttamanninn Helga Seljan og RÚV.


Ár víða ófærar á Suðurlandi

Permalink - Posted on 2020-08-11 11:55

Krossá í Þórsmörk Enn er vatnsstaða há í ám og lækjum á vestan- og sunnanverðu landinu. „Það rignir áfram talsvert í dag og dregur síðan úr vætunni í dag og nótt,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu, í samtali við mbl.is. Hann segir að lítið muni rigna á morgun, en annað kvöld komi úrkomusvæði inn á vestanvert landið.


Sóttvarnareglur verði líka á ensku

Permalink - Posted on 2020-08-11 11:50

Sundlaug Akureyrar Lögreglan á Akureyri hafði eftirlit með veitingahúsum í bænum í gærkvöldi og kannaði ráðstafanir varðandi sóttvarnir. Gefin voru tilmæli um að upplýsingar um sóttvarnaaðgerðir, sérstaklega miðar á útisvæðum, yrðu líka á ensku.


Ekkert nýtt innanlandssmit

Permalink - Posted on 2020-08-11 11:07

Sýni rannsökuð á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Ekkert nýtt smit greindist inn­an­lands síðasta sól­ar­hring. Þrjú virk smit greindust við skimun á landamærum, en beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælinga úr tveimur einstaklingum til viðbótar sem greindust þar með veiruna. Einn greindist enn fremur með mótefni fyrir veirunni á landamærunum.